 White Wing Temple Dog túba. Vorum að taka upp Tempel Dog og Spey Hackle.
Temple dog hundshár gefa flugunni mjög lifandi og skemmtilegt yfirbragð í vatni. Þessi hár fást í svörtum, grænum, hvítum, appelsínugulum (orange), gulum og bláum lit.
Spey Hackle eru fjaðrir sem notaðar eru í hringvöf í svokallaðar „Spey- og Dee“ flugur. Fjaðrirnar hafa mikið verið notaðar í Bandaríkjunum og Skotlandi, sérstaklega hérna áður fyrr. Spey Hackle fjaðrir fást í mörgum litum t.d. svörtum, fjólubláum, gráum og appelsínugulum (orange).
Það má segja að hér mætist gamli og nýi tíminn, Temple Dog er tiltölulega nýlegt efni hér á landi, en Spey flugur voru vinsælar í gamla daga. Þetta er hins vegar blanda sem hægt er að mæla hiklaust með, því bæði efnin eru mjög lífleg í vatni.
Þú getur pantað þessar vörur í netversluninni. |